Gunnar meistarakokkur hjá Einsa Kalda naut sín vel í Dalnum í fyrra.
Enn höldum við áfram að birta myndir Óskars Péturs frá síðustu þjóðhátíð. Hún var ansi blaut en Óskari Pétri tókst að fanga það jákvæða sem við viljum að Þjóðhátíð standi fyrir.
Kristján Þór Kristjánsson, Helga Loftsdóttir, Katrín Bára Elíasdóttir, Ásgeir Elíasson, Marta María Stephensen og Elías Jörundur Friðriksson mætt í Dalinn.
Elo – Elísabet Guðnadóttir, ELO bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025 kom fram á hátíðinni í fyrra.
Vel búin og tilbúin í fjörið þrátt fyrir smá rigningu.