Góðir gestir. Íris bæjarstjóri, Halla forseti Íslands og Lilja Dögg fyrrverandi ráðherra voru meðal þúsunda gesta á setningunni í fyrra.
Ekki vitum við hvað margar myndir Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta hefur tekið á Þjóðhátíð. Veit það örugglega ekki sjálfur en við höldum áfram að birta myndir sem hann tók á hátíðinni í fyrra.
Hörður Orri formaður ÍBV-Íþróttafélags, Þór ræðumaður hátíðarinnar á síðasta ári og Bjarni Ólafur kynnir við setningu þjóðhátíðar.
Helgi Björns og Magni hafa oftar en einu sinni skemmt á þjóðhátíð.
Þau létu sig ekki vanta í Brekkuna. Og öll með bros á vör.