
Höfuðverkir eru eitt algengasta sjúkdómseinkennið sem hrjáir fólk og þar af leiðandi valda höfuðverkir gjarnan veikindafjarvistum og draga úr lífsgæðum fjölmargra. Höfuðverkir eru meðal algengustu kvilla taugakerfisins og skiptast í mismunandi flokka. Þar á meðal eru mígreni, spennuhöfuðverkir og lyfjahöfuðverkir.
Höfuðverkir geta einnig komið fram sem einkenni mismunandi vandamála á borð við háþrýsting, sjónskerðingu, sótthita ofl.
Hvað get ég gert sjálf/ur?
Ef þú þjáist reglulega af höfuðverk láttu þá athuga sjón og blóðþrýsting, drekktu vel af vatni, hreyfðu þig reglulega, fáðu ráðgjöf um góða líkamsstöðu, líkamsbeitingu og vinnuaðstöðu, dragðu úr streitu og álagi, sofðu hæfilega en bæði of lítill og of mikill svefn getur valdið höfuðverkjum, forðastu ofneyslu áfengis og tóbaks og temdu þér notkun sólgleraugna – í þau fáu skipti sem sólin lætur sjá sig :).
Hvenær er höfuðverkur hættulegur?
Ef þú upplifir skyndilegan sterkan höfuðverk, ógleði eða uppköst, breytta meðvitund, háan hita eða stífleika á aftanverðum hálsi, krampa, sjóntruflanir eða stjórnleysi eða tilfinningaleysi í höndum eða fótum skaltu tafarlaust leita læknishjálpar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.