Erfiðar aðstæður tefja dýpkun í Landeyjahöfn
29. desember, 2025
Alfsnes 06 24 IMG 5443 2
Álfsnesið við dýpkun við Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Óhagstæðar aðstæður hafa tafið dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar í svörum við fyrirspurn Eyjafrétta.

Að hans sögn lágu dýpkunarskip við bryggju þar sem ekki var unnt að vinna í hafnarmynninu vegna ölduhæðar. Þverbrot var á síðasta flóði og gerði það að verkum að aðstæður voru óvinnandi.

„Þeir reyndu aftur á flóðinu núna í dag en það var sama sagan, það voru mjög erfiðar aðstæður,“ segir G. Pétur. Stefnt er að því að reyna aftur á flóðinu í kvöld. Aldan er enn minnkandi og því ákveðin bjartsýni uppi um að aðstæður fari batnandi. „Við lifum í voninni um að þetta gangi betur núna,“ segir hann.

Hann bendir þó á að það sé smástreymt, sem geri stöðuna erfiðari. „Gallinn er sá að það er smástreymt og því er ‘glugginn’ tæplega til staðar og ekki mikið svigrúm,“ segir G. Pétur.

Óvíst er hversu langan tíma dýpkunarvinnan muni taka. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf líklega fjögur til sex góð flóð, vinnulega séð, til að auka dýpið nægilega mikið. „Vonandi koma þau heppilegu flóð núna,“ segir G. Pétur að lokum.

Siglingar næstu daga

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar á morgun, þriðjudaginn 30.desember. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar miðvikudaginn 31.desember. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45

Dýpi í Landeyjahöfn er óbreytt, því siglir Herjólfur til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.

Breytt áætlun Strætó 2026

Þá er farþegum sem reiða sig á almenningssamgöngur góðfúslega bent á að Strætó er að breyta leið sinni til/frá Landeyjahöfn þann 1.janúar 2026. Eru farþegar hvattir til að kynna sér nýtt leiðarkerfi á vef Strætó.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.