Erfiðar aðstæður tefja dýpkun í Landeyjahöfn
Alfsnes 06 24 IMG 5443 2
Álfsnesið við dýpkun við Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Óhagstæðar aðstæður hafa tafið dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar í svörum við fyrirspurn Eyjafrétta.

Að hans sögn lágu dýpkunarskip við bryggju þar sem ekki var unnt að vinna í hafnarmynninu vegna ölduhæðar. Þverbrot var á síðasta flóði og gerði það að verkum að aðstæður voru óvinnandi.

„Þeir reyndu aftur á flóðinu núna í dag en það var sama sagan, það voru mjög erfiðar aðstæður,“ segir G. Pétur. Stefnt er að því að reyna aftur á flóðinu í kvöld. Aldan er enn minnkandi og því ákveðin bjartsýni uppi um að aðstæður fari batnandi. „Við lifum í voninni um að þetta gangi betur núna,“ segir hann.

Hann bendir þó á að það sé smástreymt, sem geri stöðuna erfiðari. „Gallinn er sá að það er smástreymt og því er ‘glugginn’ tæplega til staðar og ekki mikið svigrúm,“ segir G. Pétur.

Óvíst er hversu langan tíma dýpkunarvinnan muni taka. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf líklega fjögur til sex góð flóð, vinnulega séð, til að auka dýpið nægilega mikið. „Vonandi koma þau heppilegu flóð núna,“ segir G. Pétur að lokum.

Siglingar næstu daga

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar á morgun, þriðjudaginn 30.desember. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar miðvikudaginn 31.desember. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45

Dýpi í Landeyjahöfn er óbreytt, því siglir Herjólfur til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.

Breytt áætlun Strætó 2026

Þá er farþegum sem reiða sig á almenningssamgöngur góðfúslega bent á að Strætó er að breyta leið sinni til/frá Landeyjahöfn frá og með 1.janúar 2026. Eru farþegar hvattir til að kynna sér nýtt leiðarkerfi á vef Strætó.

Nýjustu fréttir

Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.