Erill á móttökustöð Terra
Það var traffík á athafnasvæði Terra í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Það hefur verið erilsamt á móttökustöð Terra undanfarna daga. Ástæðan er að frá og með morgundeginum tekur gildi ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun.

Hingað til hafa fasteignaeigendur í Vestmannaeyjum sameiginlega staðið straum af kostnaði við sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá heimilum í gegnum sorpgjöld sem eru inni í fasteignagjöldum. Í nýjum samningi Vestmannaeyjabæjar við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er hluti af sorpútboði sem samþykkt var í framkvæmda- og hafnarráði þann 2. október sl.

Líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér sem ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net tók í gær hafa margir Eyjamenn nýtt helgina til tiltektar. Búast má við að svipað verði upp á teningnum í dag, á síðasta degi fyrir gjaldtöku. Opið er frá 11 til 16 í dag.

Sjá einnig: Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi – Eyjafréttir

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.