Erilsamt var hjá lögreglu í nótt og gista sex fangageymslur eftir nóttina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum sem birt er á facebook-síðu embættisins.
ÞAr segir jafnframt að fimm líkamsárásir hafi verið tilkynntar til lögreglu og eru þau mál til rannsóknar. Einn aðili veittist að lögreglumanni og við handtöku fundust á honum útdraganleg kylfa og hnúajárn. Auk kæru fyrir að veitast að lögreglumanni má viðkomandi búast við kæru vegna brota á vopnalögum. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Þeir aðilar sem gistu fangageymslur eru grunaðir um ofbeldisbrot og áfengislagabrot.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst