„Þjóðhátíðin er stærsta löggæsluverkefni sem embættið fæst við á hverju ári. Mikil reynsla er til staðar innan embættisins og ég er að koma að þessu í tíunda skipti. Við teljum okkur vera vel undir búin þrátt fyrir að verkefnin hafi aðeins breyst undanfarin ár samhliða breytingum í samfélaginu. Meðal annars vegna aukins vopnaburðar.
Til að mæta því höfum við undanfarin ár notið liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra, sem er mikill styrkur. Við erum líka mjög vel mönnuð yfir hátíðina, verðum með öfluga löggæslu og fíkniefnaeftirlit og sækjum okkar liðstyrk með lögreglumönnum ofan af landi, eins og við segjum. Jafnframt styrkjum við rannsóknardeildina yfir hátíðina.Þá má ekki gleyma kraftmiklu gæsluliði, rúmlega 100 manna sveit sem heyrir undir lögregluna. Á þetta er komið mjög gott skipulag, og reynsla sem hefur þróast í gegnum árin og áratugina,“ segir Arndís Bára Ingimarsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í áhugaverðu viðtali við Eyjafréttir sem koma út á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst