�?Við byrjum aftur á laugardag klukkan eitt og verðum að allan daginn, kvöldið og nóttina. Á dagsránni verða 37 atriði og flestar hjómsveitirnar eru ofan af landi. Við höfum fengið góða umfjöllun hjá Reykjavík FM sem höfðar til aldurshópsins á höfuðborgarsvæðinu sem við erum að sækjast eftir. Aldurstakmark verður 16 ára á Prófastinum á föstudagskvöldinu en 18 ára á laugardagskvöldinu og það verður18 ára aldurstakmark á Lundanum bæði kvöldin en Prófastsgarðurinn verður öllum opinn.�?
Fjölmargar hljómsveitir koma fram, bæði þekktar og óþekktar. �?Margar þeirra eru að koma sér á framfæri og hafa vakið athygli. Auk þeirra eru líka þekkt nöfn. �?arna verða hljómsveitir eins og Brain Police, Leaves, Wulfgang, Hoffman Jan Mayen, Nilfisk, og fleiri.
Forsala á aðgöngumiðum er hjá Office 1 og það kostar 2500 krónur á öll atriði. Svo er hægt að kaupa sig inn á hvert kvöld fyrir sig á Lundann, Prófastinn og í garðinn.�?
Védís segir að þeir flytjendur sem koma hingað í tengslum við Eyjafest séu í kring um 140 manns. �?Við eigum líka von á fólki sem fylgir hljómsveitunum, ættingjum og vinum. Office 1 í Reykjavík selur miða á höfuðborgarsvæðinu og við erum að vonast til að fólk komi hingað til að hlusta og skemmta sér. �?g hef fengið góð viðbrögð og við fáum gagnrýnanda frá rjómanum.is sem er tónlistarvefur. �?að er mikil gróska í tónlistarlífi á Íslandi og sjálfsögðu hér líka og við viljum flytja tónlistina aðeins út fyrir höfuðborgarsvæðið,�? sagði Védís um þessa hátíð alþýðunnar sem hún vill gera að árlegum viðburði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst