Fimmta tölublaði Eyjafrétta verður dreift í dag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Addi í London á forsíðumyndina sem minnir okkur á að nú stendur loðnuvertíð sem hæst. Inni í blaðinu er skemmtileg myndasyrpa úr loðnunni og þar koma eðlilega margir við sögu.
Annað efni er nýja fyrirtækið hennar Fríðu Hrannar. Innsýni gefin í öflugt starf í Landakirkju sem er að að ná vopnuum sínum á ný eftir kófið. Ítarlegt viðtal við Hallgrím Steinsson um þá miklu framkvæmd sem laxeldið er. Framhaldsskólinn, stofnun ársins 2022 leggur sitt af mörkum til að anna eftirspurn eftir fleira iðn- og vélmenntuðu fólki.
Þekkingarsetrið er að festa sig í sessi sem ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Er því gerð skil í spjalli við Hörð Baldvinsson framkvæmdastjóra. Stöðu rafmagnsmála í Vestmannaeyjum eru gerð góð skil í blaðinu. Og hvar er betra að búa en í Vestmannaeyjum? Þóra Hrönn hélt upp á stórafmæli í Gambíu þar sem taktur mannlífsins er annar en við eigum að venjast. Stórskemmtilegt viðtal.
Hjá ÍBV er handboltinn í eldlínunni, bæði karlar og konur í toppbaráttu í deildinni og konurnar á leið í bikarúrslitin. Rætt við Hrafnhildi Hönnu og Sunnu sem eru fremstar meðal jafningja og stefna hátt á lokasprettinum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.