Út er komið fjórða tölublað Eyjafrétta. Blaðið er fjölbreytt en inn í blaðinu er einnig aukablað frá Drífanda – stéttarfélagi í tilefni af 1. maí. Í Eyjafréttum er meðal annars umfjöllun og myndir frá Hljómey. Þá svarar Terra til um sorpmálin. Sjávarútvegurinn er einnig fyrirferðamikill í blaðinu, en bæði Ísfélag og Vinnslustöð héldu nýverið aðalfundi sína.
Enn fremur má nefna áhugavert viðtal Guðna Einarssonar við Guðrúnu Erlingsdóttur. Íþróttunum er einnig gerð góð skil. Rætt er við meistaraflokks-þjálfara beggja handbolta- og fótboltaliða ÍBV. Þá er Elías Bjarnhéðinsson í viðtali. Blaðinu er að þessu sinni dreift víðar um bæinn, en það er einnig komið inn á vefinn og geta áskrifendur nálgast það hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst