Lið Vestmannaeyja hafði betur í slagnum við lið �?ingeyjarsveitar í �?tsvarskeppni vikunnar, með 82 stigum gegn 70. Afar jafnt var með liðunum í fyrsta hluta keppninnar, en um miðbikið dró nokkuð í sundur með þeim og höfðu Eyjamenn drjúga forystu fyrir lokahlutann, stóru spurningarnar svokölluðu. Í þeim hluta dró nokkuð til tíðinda og spenna færðist í keppnina að nýju.
Ruv.is greindi frá.
�?ingeyingar gáfu rétt svör við fyrstu 15 stiga spurningunni, án utanaðkomandi aðstoðar, á meðan Eyjamenn leituðu liðsinnis símavinar í sinni fyrstu stóru spurningu og uppskáru 10 stig. Aftur völdu Eyjamenn 15 stig, og aftur svöruðu þeir rétt. Munaði þá skyndilega aðeins tveimur stigum á liðunum, en Eyjamenn áttu tvær spurningar eftir á móti einni hjá �?ingeyingum. Eyjaliðið valdi sér 10 stiga spurningu og svaraði henni rétt. Munurinn var því 12 stig, og ekkert annað í stöðunni fyrir �?ingeyinga en að velja 15 stiga spurningu. �?viss um að svarið sem þeim fannst líklegast væri rétt, báðu þau um aðra spurningu – en gátu ekki svarað henni. Í ljós kom, hins vegar, að þau voru með rétt svar við fyrri spurningunni.
Hvorugt liðið náði að svara lokaspurningu þáttarins og úrslitin því 82 – 70, sem fyrr segir, og Eyjafólk komið áfram í 8 liða úrslitin. Í liði �?ingeyjarsveitar voru þau Hanna Sigrún Helgadóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og �?orgrímur Daníelsson. Lið Vestmannaeyja var skipað Gunnari Geir Gunnarssyni, Gunnari K. Gunnarssyni og Sædísi Birtu Barkardóttur.
Síðasta keppnin í 2. umferð �?tsvars fer fram föstudaginn 17. febrúar. �?á mætast lið Hornafjarðar og Mosfellsbæjar.