Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765.
Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins 2019 en í lok þess árs voru íbúar í Eyjum alls 4.358 talsins og ári seinna voru þeir 4.330. Í kjölfarið fór íbúaþróunin að styrkjast og í desember 2021 var hún komin í 4.416 manns og 4.525 ári síðar. Í lok árs 2023 var talan komin í 4.631 og ári síðar stóð talan í 4.718.
Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna fleiri íbúa í Eyjum. Það ár voru skráðir í Eyjum 4.804. Metið er hins vegar frá 1971 þegar íbúar voru 5.231.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst