Eyjamenn virðast hafa ágætis tak á Stjörnunni, sérstaklega í seinni hluta Íslandsmóts karla í handknattleik. Í þriðju umferð mótsins unnu Eyjamenn afar óvæntan sigur á Stjörnunni, sem þá var að berjast við að halda sér í toppbaráttunni en það var jafnframt annar sigur ÍBV á tímabilinu. Eyjamenn gerðu svo jafntefli gegn Stjörnunni í gær, í Garðabænum en lokatölur urðu 26:26.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst