Eyjamenn virðast vilja hafa vaðið fyrir neðan sig þegar öskufall er annars vegar en stöðugur straumur var að húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja við Faxastíg, þar sem verið var að afhenda rykgrímur. Þegar blaðamaður Eyjafrétta átti leið þar um síðdegis í dag, var búið að afhenda um 600 grímur. Haldið verður áfram að dreifa rykgrímum á morgun, laugardag og sunnudag milli 13 og 15.