Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV
Mynd/ÍBV knattspyrna

Kvennalið ÍBV í fótbolta hefur fengið liðstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Færeyska landsliðskonan, Fridrikka Maria Clementsen er gengin til liðs við ÍBV. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Fridrikka leikur á miðjunni. Hún skoraði ellefu mörk og var með tíu stoðsendingar í 21 leik fyrir HB Tórshavn í heimalandinu. HB Tórshavn endaði í 3. sæti í færeysku deildinni á síðasta tímabili. ÍBV vann Lengjudeildina með yfirburðum á síðasta tímabili og leikur í Bestu deildinni 2026 eftir tveggja ára fjarveru. 

Í tilkynningunni segir ,,Við erum virkilega spennt að bjóða Fridrikku velkomna til Eyja. Hún er 22 ára færeysk landsliðskona sem kemur með dýrmæta reynslu inn í okkar hóp. Koma hennar er mikilvægur liður í því að við getum mætt þeim bestu af fullum krafti á þessu tímabili”

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.