Kvennalið ÍBV í fótbolta hefur fengið liðstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Færeyska landsliðskonan, Fridrikka Maria Clementsen er gengin til liðs við ÍBV. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.
Fridrikka leikur á miðjunni. Hún skoraði ellefu mörk og var með tíu stoðsendingar í 21 leik fyrir HB Tórshavn í heimalandinu. HB Tórshavn endaði í 3. sæti í færeysku deildinni á síðasta tímabili. ÍBV vann Lengjudeildina með yfirburðum á síðasta tímabili og leikur í Bestu deildinni 2026 eftir tveggja ára fjarveru.
Í tilkynningunni segir ,,Við erum virkilega spennt að bjóða Fridrikku velkomna til Eyja. Hún er 22 ára færeysk landsliðskona sem kemur með dýrmæta reynslu inn í okkar hóp. Koma hennar er mikilvægur liður í því að við getum mætt þeim bestu af fullum krafti á þessu tímabili”




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst