Fagmannakvöld Miðstöðvarinnar vel heppnað
Fagmannakvöld Miðstöðvarinnar var í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Í gærkvöldi komu iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum saman í Miðstöðinni þar sem haldið var svokallað Fagmannakvöld. Boðið var upp á léttar veitingar og góða stemningu. Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hefur starfað í meira en 80 ár og hefur á þeim tíma byggt upp sterk og traust viðskiptasambönd við fjölda fyrirtækja, meðal annars Álfaborg, Tengi, Málningu, Vatn og Veitur, Þór, Þ. Þorgrímsson, Haga og SET.

Verslunin býður upp á fjölbreytt vöruúrval; þar má finna flísar, harðparket, vinyl- og korkgólfefni, viðarparket, hreinlætistæki, málningu fyrir bæði innan- og útivið, hand- og rafmagnsverkfæri, vinnuföt og ekki síst umfangsmikinn lager af pípulagningaefni.

Mæting var mjög góð og andrúmsloftið líflegt. Meðal gesta voru Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson, og hér fyrir neðan má sjá myndefni frá þeim.

Play Video

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.