Í gærkvöldi komu iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum saman í Miðstöðinni þar sem haldið var svokallað Fagmannakvöld. Boðið var upp á léttar veitingar og góða stemningu. Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hefur starfað í meira en 80 ár og hefur á þeim tíma byggt upp sterk og traust viðskiptasambönd við fjölda fyrirtækja, meðal annars Álfaborg, Tengi, Málningu, Vatn og Veitur, Þór, Þ. Þorgrímsson, Haga og SET.
Verslunin býður upp á fjölbreytt vöruúrval; þar má finna flísar, harðparket, vinyl- og korkgólfefni, viðarparket, hreinlætistæki, málningu fyrir bæði innan- og útivið, hand- og rafmagnsverkfæri, vinnuföt og ekki síst umfangsmikinn lager af pípulagningaefni.
Mæting var mjög góð og andrúmsloftið líflegt. Meðal gesta voru Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson, og hér fyrir neðan má sjá myndefni frá þeim.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst