Ferðalagið gengur vel hjá Herjólfi - myndir
Mynd: Hilmar Snorrason

Herjólfur hin nýji yfirgaf Eyjar með miklum darraðardansi við krappa lægð nú í vikunni. Þar gaf sig spil sem átti að halda skipinu við bryggju. „Það voru hér upp und­ir 40 metr­ar í höfn­inni en þetta var ekk­ert stór­mál. Það þurfti bara að stökkva um borð, leysa ferj­una og færa hana. Sem við gerðum,“ seg­ir Guðbjart­ur Ellert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, í sam­tali við mbl.is. „Hún hafði bankast aðeins þarna utan í en það var nú ekki að sjá að það væru nein­ar skemmd­ir.“

Í gær hafði Herjólfur viðkomu í Hafnafjarðarhöfn þar sem fram fór Björgunaræfing.  „Haldin var rýmingaræfing sem og æfingin skipið yfirgefið,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla Sjómanna á Facebook síðu sinni þar sem hann birti eftirfarandi myndir.

Í þessum orðum skrifuðum er Herjólfur á siglingu við Ísafjarðardjúp á leið sinni á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir að skipið verði allt að átta daga á þurru. „Það á að fara yfir uggana framleiðandinn gerir það, skiptir um þéttingar og fóðringar. Það þarf að stilla, laga og yfirfara ýmsa hluti og verður sú vinna í höndum framleiðenda búnaðarins,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir á dögunum.

Herjólfur III siglir nú í Landeyjahöfn sjö ferðir á dag þar til annað er tilkynnt segir á Facebooksíðu Herjólfs. Ölduspáin er upp og ofan næstu daga og er því rétt fyrir þá sem verða á farandsfæti næstu daga að fylgjast vel með hvert siglt er.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.