Á meðal gesta voru fulltrúar frá ÍSÍ, HSK og Sveitarfélaginu Árborg auk heiðursfélaga. Aðalstjórn lagði fram glæsilega ársskýrslu sem sýnir vel grósku félagsins. Umfang og umsvif félagsins hafa aukist mikið á undanförnum árum og hefur iðkendum og félagsmönnum fjölgað jafnt og þétt. Lætur nærri að heildarvelta félagsins árið 2006 sé ríflega 100 milljónir.
Á fundinum fékk fimleikadeild félagsins afhenta viðurkenningu frá Íþrótta- og �?lympíusmbandi Íslands sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ, fyrst deilda og félaga á Suðurlandi. Deildin fékk einnig 100.000 kr. úr verkefnasjóði HSK og fyrirheit um viðurkenningu frá Sveitarfélaginu Árborg. Formaður fimleikadeildar Brynja Hjálmtýsdóttir veitti viðurkenningunni mótttöku.
�?rír nýir heiðursfélagar voru kjörnir á aðalfundinum, en þeir eru Hafsteinn �?orvaldsson, Kristján S. Jónsson og Tómas Jónsson. Allir hafa þeir lagt félaginu lið með margvíslegum hætti á árum áður. Aðrir núlifandi heiðursfélagar eru Kolbeinn I. Kristinsson og Hörður S. �?skarsson. Kolbeinn mætti á fundinn og hélt að vanda skemmtilega ræðu þar sem hann rifjaði upp gamla tíma.
Tilkynnt var um val á íþróttkarli Umf. Selfoss 2006 og hlaut �?rn Davíðsson frjálsíþróttamaður þann heiður annað árið í röð. Íþróttakona Umf. Selfoss er Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir fimleikakona. Björns Blöndal bikarinn fyrir frábært starf í þágu félagsins hlaut Ragnheiður Thorlacius. UMFÍ bikarinn sem deild ársins hlaut handknattleiksdeild fyrir stofnun handboltaakademíu og gott barna- og unglingastarf.
Framkvæmdastjórn félagins var endurkjörin nema Sally Ann Vokes sem kom ný inn í stað Steinunnar H. Eggertsdóttur. �?órir Haraldsson er formaður, Ragnhildur Jónsdóttir gjaldkeri, Anna Guðmundsdóttir ritari og Bergur Guðmundsson og Sally Ann Vokes meðstjórnendur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst