Lið FÍV lenti ekki í teljandi vandræðum með lið Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Gettu betur í kvöld. FÍV hafði betur 9:6 en stigaskor viðureigninnar var óvenjulágt. Þetta mun vera, samkvæmt heimildum Eyjafrétta, í þriðja sinn sem FÍV kemst í aðra umferð keppninnar. Þá komst FÍV alla leið í 8 liða úrslit keppninnar og í sjónvarpshluta þáttarins en líklega hefur það verið í kringum árið 1995 sem það gerðist. Einnig komst lið FÍV áfram úr 1. umferð 2007.