Í kvöld er enn einn mikilvægi leikur ÍBV á þessu sumri þegar lið Fjarðabyggðar mætir í heimsókn. Fjarðabyggð hefur aldrei áður komið til Eyja og leikið við Eyjamenn svo það verður spennandi að sjá hvernig þeir höndla að mæta í gryfjuna. Eyjamenn sitja í 5. sæti með 22 stig og eru 4 stigum á eftir Fjölni sem er í þriðja sæti. Fjarðabyggð er svo í 4. sæti með einu stigi meira en ÍBV. Ef leikurinn vinnst ekki í kvöld verður að segjast að möguleikar Eyjamanna á að fara upp eru orðnir frekar litlir. Það er því ljóst að sigur og ekkert annað kemur til greina hjá strákunum í kvöld, eiginlega lífsnauðsynlegt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst