Það varð algjör sprenging á æfingu fyrir stelpurnar í gær í Eyjum. Alls mættu 22 stelpur á æfinguna og hafa að sjálfsögðu aldrei verið fleiri stelpur á skákæfingu hér í Eyjum. Byrjað var að bjóða upp á stelpuskákæfingar í síðustu viku og mættu þá sjö stelpur, sem þótti bara nokkuð gott. En það met stóð ekki lengi og núna voru stelpurnar tuttugu og tvær á aldrinum 6 til 11 ára. Þær virðast láta sér það vel líka þó strákarnir séu þeim ekki til skemmtunar, en á venjulegar æfingar hafa kannski 3-4 stelpur mætt með strákaskaranum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst