Rúmt ár er nú liðið síðan fyrsti skammtur af seiðum var fluttur í áframeldi í Viðlagafjöru og hefur ræktunin aukist jafnt og þétt á þeim tíma. Síðan þá hafa þrír hópar bæst við og eru nú alls fjórir seiðaskammtar í eldi, auk þess sem vinnsla er hafin.
Samkvæmt upplýsingum sem Laxey birtir á Facebook-síðu sinni hefur starfsfólki einnig fjölgað. Teymið samanstendur nú bæði af erlendu fiskeldisfólki sem flutt hefur til Vestmannaeyja og lítur á eyjuna sem sína heimabyggð, og af eyjafólki sem margir hverjir hafa lokið eða eru að ljúka námi í fiskeldisfræði.
Fram kemur að teyminu hafi gengið afar vel á árinu. Fyrsti seiðaskammturinn fór í vinnslu í nóvember og síðan hefur reglubundin vinnsla átt sér stað.
Í pistlinum er bent á að á bak við hópinn megi sjá hvernig áfangi 2 í uppbyggingaráformum Laxeyjar er að taka á sig mynd. Áfanginn er talinn mikilvægt skref í áframhaldandi stækkun og aukinni framleiðslugetu fyrirtækisins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst