Gosmengunin nær til Vestmannaeyja

„Allar mælingar sýna að þetta eldgos sé það stærsta á svæðinu frá því að jarðhræringarnar hófust haustið 2023. Það eru mælingar sem hafa verið gerðar á hraunbreiðunni hingað til og líkanreikningar sem áætla magn kviku sem fór úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina þegar eldgos hófst,“ segir á vef Veðurstofunnar um gosið sem hófst á fimmtudagskvöldið. […]
Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur. Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra og Golfklúbb Vatnsleysustrandar, að […]
Danskur Íslendingur kláraði heilan Járnkarl

„Ég flutti til Danmerkur fyrir 31 ári. Er Eyjakona og foreldrar mínir voru Jón S. Þórðarson og Stefanía Stefánsdóttir og við fjölskyldan bjuggum á Boðaslóðinni. Flutti út með níu ára dóttur mína þar hef ég hef búið síðan. Náði mér í kærasta, varð ólétt og eignaðist Stefán Þór sem ég skráði strax sem íslenskan ríkisborgara. […]
Auglýsingarveisla í Skvísusundi

Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu. Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. […]
Lögðu fram tillögur að úrbótum

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]
Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]
Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]
Nýtt handboltafélag stofnað í Eyjum

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs handboltafélags í Vestmannaeyjum, Handknattleiksbandalag Heimaeyjar (HBH). Í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að undanfarin ár hafi ÍBV handboltafélag haldið úti ungmennaliði. „U-liðs leikmenn okkar hafa fram að þessu verið okkar framtíðarleikmenn. Verið landsliðsmenn yngri landsliða og verið að stefna á eða stíga sín fyrstu skref inn í […]
Þrír veislustjórar á Þjóðhátíð í 100 ár

Í 150 ára sögu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja hafa kynnar hátíðarinnar ekki verið margir. Farið var yfir sögu kynnana á þjóðhátíðarblaði Eyjafrétta og þar rætt við núverandi kynni, Bjarna Ólaf Guðmundsson. Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, eða Stebbi pól, var kynnir á Þjóðhátíð í 55 ár, en hann byrjaði sem kynnir árið sem hann var ráðinn yfirlögregluþjónn […]
Uppskriftin að Þjóðhátíð til og virkar vel

Hörður Orri – formaður ÍBV í þjóðhátíðarspjalli – Salka Sól „Það hefur verið fínt og bara gengið mjög vel. Það er búið að vera mikið að gera hjá félaginu almennt og mikið um stóra viðburði. Sumarið náttúrulega byrjar á TM mótinu og svo Orkumótið og nú Þjóðhátíð. Svo er auðvitað fótboltinn í fullum gangi og […]