Umhverfis-verðlaun í Vík

Fyrstu umhverfisverðlaun Mýrdalshrepps voru afhent á menningarhátíðinni Regnboganum á dögunum. Sigrún Guðmundsdóttir formaður nefndarinnar afhenti Jóni Gunnari Jónssyni, Austurvegi 11b verðlaunin en hefur garður hans lengi verið rómaður fyrir snyrtimennsku og fegurð. (meira…)
Kærðir fyrir vatnsþjófnað

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur kært átta sumarhúsaeigendur í Grímsnesi fyrir vatnsþjófnað. Fyrirtækið sakar þá um að skammta sér meira heitt vatn en þeir greiða fyrir með því að rjúfa innsigli á svokölluðum mælingarhemli eða með því að tengja fram hjá mælinum. (meira…)
�?jóðahátíð

Stefnt er að því að halda þjóðahátíð í Þorlákshöfn þann 16. febrúar næstkomandi. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var síðast haldin haustið 2005. Líkt og áður mun Árnesingadeild Rauða Kross Íslands styrkja hátíðina auk þess að vera með kynningarbás á hátíðinni.Á þjóðahátíðinni kynna þær íbúar þeirra þjóða sem búa […]
Áhættumat kynnt íbúum í kvöld

Fulltrúar VST munu kynna áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar í félagsheimilinu Félagslundi í kvöld, fimmtudagskvöld. Fulltrúar Landsvirkjunar funduðu með sveitarstjórn í síðustu viku og kynntu þeim drög að áhættumatinu. (meira…)
Blása 2+1 veg út af borðinu

„Við höfum unnið kröftuglega að framgangi þessa máls að undanförnu og nú hafa allar hugmyndir um 2+1 veg milli Reykjavíkur og Selfoss verið blásnar út af borðinu. Raunar hefur málið unnist á undraverðum hraða að undanförnu og því bind ég vonir við að fyrstu framkvæmdir við nýjan Suðurlandsveg hefjist eftir örfáa mánuði, segir Björgvin G. […]
Ár síðan skipalyftan eyðilagðist

Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan skipalyftan við Vestmannaeyjahöfn eyðilagðist þegar báturinn Gandí Ve endastakkst ofan í lyftuna. Starfsmenn Skipalyftunnar komu saman síðdegis í dag og minntust þess að betur fór en á horfðist. Sex voru á lyftunni þegar hún brotnaði undan þeim og tveir þeirra slösuðust. Annar þeirra hefur ekki getað hafið störf […]
Norska gæslan siglir með Kap Ve til hafnar í Noregi

Norska landhelgisgæslan vísaði Kap Ve til hafnar í Noregi í morgun. Kap var á leið til Íslands með um 300 tonn af síld en var snúið við og siglir nú til Sortland með norska varðskipið Harstad sér við hlið. Gísli Garðarson segir málið algjöran tittlingaskít. „Þetta snýst um það að við lönduðum meiri afla en […]
Hafró og HB-Grandi reyna að aðskilja fiskitegundir

Hafrannsóknastofnun og HB-Grandi vinna nú að rannsóknaverkefni í veiðitækni sem miðar að því að aðskilja fiskitegundir áður en afli er kominn um borð í veiðiskip. Felst tilraunin í því að aðskilja þorsk og ýsu í botnvörpu þannig að tegundirnar hafni í sitt hvorum vörpupokanum. Fjallað er um verkefnið á vef Hafrannsóknarstofnunar og segir þar m.a. […]
Mikill samhugur í Eyjaliðinu

Við vorum að koma af Íslandsmóti skákfélaga nú í kvöld. Síðastliðið vor var það stefna Taflfélags Vestmannaeyja að hætta að kaupa erlenda stórmeistara til félagsins til þess að freista þess að vinna titilinn. Eins og allir vita tókst það ekki þó við hefðum náð silfrinu tvö ár í röð. (meira…)
Samningar um Eyjaflug undirritaðir

Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samning við Vegagerðina um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Nýr samningur tekur gildi þann 01. nóvember 2007 og gildir til loka ársins 2009 en möguleiki er að framlengja samninginn um tvö ár til viðbótar eða til loka ársins 2011. (meira…)