Gullberg komið í Vinnslustöðvarlitina

Þorgeir Baldursson, ljósmyndari og sjómaður á Akureyri sendi okkur þessa mynd þar sem Gullberg VE öslar út Eyjafjörðinn á leið til Vestmannaeyja þangað sem það kom í nótt. Gullberg er komið í Vinnslustöðvarlitina auk þess sem settur var í það veltitankur og byggt yfir ganginn bakborðsmegin. Var það gert í Slippstöðinni á Akureyri. Gullberg heldur […]
Fyrsti fundarstaður fíflalúsar á Suðurlandi

Árleg rannsóknarferð til líffræðirannsókna í Surtsey var farin á vegum Náttúrustofnun Íslands á dögunum. Farið var út í eynna á mánudag og lýkur ferðinni í dag. Mbl.is greindi fyrst frá. Tiltölulega nýr landnemi Í samtali við Morgunblaðið segir Olga Kolbrún Vilmundardóttir, líffræðingur sem leiðir hóp vísindamanna í Surtsey, að í ár hafi þar í fyrsta […]
Viltu halda á blysi á Þjóðhátíð?

Þjóðhátíðarnefnd óskar eftir fólki til þess að halda á blysi á sunnudegi Þjóðhátíðar í ár. Blysin verða 150 talsins í tilefni 150 ára stórafmælis hátíðarinnar. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að senda tölvupóst á netfangið smaragata2@gmail.com. Bent er á að færri komast að en vilja og því best að hafa samband sem […]
Baðlón við Skansinn aftur á dagskrá

Kristján G. Rikharðsson fyrir hönd Lavaspring Vestmannaeyjar ehf. lagði fram drög að skipulagsgögnum fyrir baðlón við Skansinn. Umhverfismatsskýrsla er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Einnig hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við tillögu þróunaraðila. Gögnin voru sett fram til kynningar fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Ráðið þakkaði kynninguna og fól skipulagsfulltrúa […]
Kafbátarnir á góðri siglingu

Vestmannaeyjar voru í júní miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Notaðir eru tveir fjarstýrðir kafbátar hlaðnir hátæknibúnaði sem taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Héðan héldu þeir 16. júní til móts við breskt rannsóknaskip þaðan sem þeir lögðu upp í leiðangur suður eftir Atlantshafinu. Leiðangrinum lýkur á Harriseyju í […]
Helga Jóhanna nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu

Helga Jóhanna Harðardóttir hefur verið ráðin sem nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu. Kennsluráðgjafi starfar sem sérfræðingur á vegum skólaskrifstofu og sinnir hlutverki ráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja. Kennsluráðgjafi vinnur með stjórnendum og kennurum að því að styrkja faglegt starf skólanna þannig að öll börn fái sem best notið sín í skólasamfélaginu. Kennsluráðgjafi annast m.a. kennslufræðilegar greiningar, skimanir […]
Áskorun til HSU – Afleysingamál leikfimikennara og virknifulltrúa

Í nokkurn tíma hafa verið starfandi virknifulltrúi, sem hefur séð um og haldið vel úti félagsstarfi fyrir heimilisfólk á Hraunbúðum og þá hefur einnig verið starfandi leikfimikennari, sem hefur séð um almenna hreyfingu og leikfimi fyrir heimilisfólk. Við í Hollvinasamtökunum höfum tekið eftir að góður rómur hefur verið gerður af starfi þessara einstaklinga og þátttaka […]
Selt fimm til sex hundruð fleiri miða

Það eru stór tímamót í ár þar sem 150 ár eru liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin árið 1874. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október og nú er hafin vinna í dalnum á fullu og nóg að gera fyrir þá sem að henni koma. „Við höfum selt fimm til […]
Breyting til hins betra og fram úr björtustu vonum

Eyþór Harðarson, er uppalinn Eyjamaður, fæddist í Ráðhúsinu 1963 sem var á þeim tíma sjúkrahúsið í Eyjum. Hann er lærður rafvirki og seinna rafmagnstæknifræðingur frá tækniskóla í Þýskalandi , kominn af mikilli golf fjölskyldu og fór holu í höggi fyrir fjórum árum á Fjósaklett á Vestmannaeyjavellinum. Er í dag útgerðarstjóri Ísfélags, fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins. […]
Framtíðin í sjávarútvegi er björt

Á þeim 50 árum sem Fréttir og síðar Eyjafréttir hafa starfað hafa bæði verið jákvæðar fréttir og neikvæðar í atvinnulífinu. Á stað þar sem sjávarútvegurinn skiptir öllu máli hafa skipst á skin og skúrir. Fyrirtækin í Eyjum sameinuðust í mikilli sameiningarhrinu áramótin 1991-1992, eftir erfið ár á níunda áratugnum. Sameiningar voru viðbrögð við samdrætti í […]