Ástæðan fyrir uppsögn Láka hjá ÍBV

Ástæðan fyrir því að Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðið liðsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs. Að hans sögn eru þetta augljósir hagsmunaárekstrar og á meðan hann væri við stjórnvöllinn, væri þetta dæmi sem gengi ekki upp. Þorlákur Árnason, staðfesti þetta í samtali við […]
Arnar Pétursson sá rautt í tapi Íslands

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Spáni, í annarri umferð milliriðla, á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að vera með forystuna. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7:7. Íslenska liðið náði þriggja marka forystu, 12:9, en það voru Spánverjar sem fóru með eins marks forskot […]
Þorlákur Árnason hættur sem þjálfari ÍBV

Þorlákur Árnason hefur sagt upp stöðu sinni sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, en ákvörðunin tók gildi strax við afhendingu uppsagnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV. Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV segir í tilkynningunni að hún harmi ákvörðun Þorláks, en þakkar honum jafnframt fyrir góð störf á liðnum misserum og þann árangur sem náðist á […]
Tap hjá íslensku stelpunum í fyrsta leik í milliriðli

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu máttu þola níu marka tap gegn Svartfjallalandi, í fyrsta leik sínum í milliriðli, á HM kvenna í handbolta í dag. Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í 8. liða úrslitum á mótinu. Íslensku stelpurnar sýndu fínan fyrri hálfleik en Svartfellingar voru með þriggja marka […]
Arnar Breki framlengir við ÍBV

Eyjamaðurinn Arnar Breki Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um þrjú ár. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu ÍBV. Arnar er 23 ára sóknarmaður sem hefur leikið í Vestmannaeyjum allan sinn feril, bæði með ÍBV og KFS. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi frábæri og duglegi leikmaður leikið 140 leiki fyrir […]
Ísland í milliriðil eftir stórsigur á Úrúgvæ

Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19. Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í […]
Eyjamenn sigruðu HK á útivelli

Karlalið ÍBV lagði HK að velli í 12. umferð Olís deildar karla, í Kórnum í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn komst þremur mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Staðan 14-16 í hálfleik. Liðin skiptust á að vera með forystuna í síðari hálfleik en þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum […]
ÍBV heimsækir HK

Tveir leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign HK og ÍBV í Kórnum klukkan 18.30, en stuttu síðar, klukkan 19.00, mætast Fram og FH í Lambhagahöllinni. Eins og áður segir mætast HK og ÍBV í Kórnum. HK hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og situr […]
Erla Hrönn og Friðrika Rut spiluðu með u-15 á Englandi

Þær Erla Hrönn Unnarsdóttir og Friðrika Rut Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í fótbolta, hafa dvalið síðustu daga á Englandi og leikið með u-15 ára landsliði Íslands á UEFA Development mótinu. Í fyrsta leiknum, á móti Englandi, kom Erla Hrönn inn á í hálfleik. Leiknum lauk með 1-2 tapi. Þær voru báðar í byrjunarliðinu í leik númer […]
Róbert Sigurðarson í eins leiks bann

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson, leikmann ÍBV, í eins leiks bann eftir atvik í leik Vals og ÍBV í Olísdeild karla þann 22. nóvember sl.. Róbert hlaut útilokun með skýrslu í leiknum vegna þess sem dómarar töldu vera sérstaklega hættulega aðgerð og féll brotið samkvæmt þeirra mati undir reglu 8:6 a). Í kjölfarið […]