Eyjablikksmótið hófst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hófst fyrr í dag, föstudag og lýkur á sunnudaginn. Á mótinu leikur 5. flokkur karla yngri og 5. flokkur kvenna yngri. Fyrstu leikirnir hófust klukkan 14:00 í dag og er leikið til 22:00 í kvöld. Í fyrramálið er leikið frá 8:00 til 18:40. Á sunnudaginn hefjast leikir […]
Eyjamenn töpuðu á Selfossi

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði naumlega með einu marki gegn Selfossi í fimmtu umferð Olís deildar karla á Selfossi í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Eyjamenn tóku fljótt forystuna í leiknum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjamenn komnir með fjögurra marka forystu, 6-10. Mest komust þeir sex mörkum yfir en Selfyssingar náðu […]
Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12. Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum […]
Suðurlandsslagur í Eyjum

Tveir leikir fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]
Eyjamenn með stórsigur á Vestra

Karlalið ÍBV tryggði veru sína í efstu deild eftir 0-5 stórsigur á Vestra í 24. umferð Bestu deildar karla. Leikið var á Ísafirði í dag. Eyjamenn náðu forystu snemma leiks þegar Sigurður Arnar Magnússon skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Alex Freys Hilmarsonar. Vestramenn voru meira með boltann á meðan Eyjamenn voru þéttir og beittu […]
Eyjakonur með heimasigur á Stjörnunni

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í þriðju umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með 31-27 heimasigri ÍBV. Eyjakonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir þegar um 15 mínútur voru búnar. Stjörnukonur náðu hins vegar að jafna leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af […]
Boltinn í dag

Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með […]
ÍBV með öruggan sigur á Þór

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Þór í fjórðu umferð Olís deildarinnar í Eyjum í dag. Eyjamenn sigruðu leikinn nokkuð örugglega 30-24. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 3-0. Þórsarar náðu mest að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Eyjamenn komu af krafti inn í […]
Strákarnir mæta Þór – kvennaleiknum frestað

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá taka Eyjamenn á móti Þórsurum í lokaleik fjórðu umferðar. ÍBV í fjórða sæti með 4 stig en Þór í tíunda sæti með 2 stig. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í vikunni við Þórsara og mætir á sinn gamla heimavöll í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan […]
Frestað fyrir vestan

Leik Vestra og ÍBV í Bestu deild karla hefur verið frestað um sólarhring vegna vandræða Eyjamanna við að komast vestur. Greint er frá þessu á facebook-síðu Vestra í dag. Þar segir að ófært sé frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur […]