Flottasta Lundaball sögunnar í undirbúningi
Árshátíð Bjargveiðimennafélags Vestmannaeyja, eða Lundaballið eins og hátíðin er oftast kölluð er á næsta leiti.

Árshátíð Bjargveiðimennafélags Vestmannaeyja, eða Lundaballið eins og hátíðin er oftast kölluð er á næsta leiti. Álseyingar, sem sjá um Lundaballið í ár, hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi þess undanfarna mánuði. Ystaklettsmenn, sem áttu að sjá um ballið í ár, fetuðu í fótspor nágranna sinni í Ellirey og „beiluðu á“ að halda það og því kemur það í hlut Álseyinga að standa vaktina og halda þessa frábæru skemmtun.

Álseyingar hafa gegnum tíðina haldið lang flottustu Lundaböllin og því má búast við að hátíðin í ár verði enn betri en nokkru sinni áður.

Ballið verður haldin í Höllinni laugardaginn 29. september og mun hin frábæra hljómsveit Albatros, með Halldór Gunnar og Sverri Bergmann í fararbroddi sjá um tónlistarflutning.

Mikil ásókn er þegar orðin í miða á ballið, þó að það hafi ekkert verið auglýst, og er ljóst að salurinn verður þétt setinn. Á matseðlinum verður villibráð af ýmsu tagi og dagskráin verður í anda Álseyinga full af taumlausri gleði, glensi og tónlistarflutningi, en það mun allt verða auglýst nánar síðar.

Lundaballið er öllum opið og geta vinnustaðir, saumaklúbbar vinahópar og aðrir tekið þátt í gleðinni með bjargveiðimönnum. Álseyingar hvetja alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt í gleðinni að tilkynna þátttöku sem fyrst. Við skráningu tekur Diidi Leifs í síma 844-3012 eða sigursteinn.bjarni.leifsson@islandsbanki.is

Eyjamenn, bæði frá Vestmannaeyjum og Norðurey, eru hvattir til þáttöku í þessu glæsilegasta Lundaballi allra tíma.

Álseyingar

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.