Forsetinn í Eyjaheimsókn
gudni_forseti_vestm_is
Forsetinn fór á Hraunbúðir og horfði á landsleik Íslands og Ungverjalands með heimilisfólkinu. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum.

Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu honum verkefni sem þeir voru að vinna um alla forseta lýðveldisins og þá tók hann þátt í stærðfræðileik með 10. bekk. Nemendur á Kópvík í Kirkjugerði sungu fyrir forsetann lag um vináttu og þá var honum boðin þátttaka í söngfundi á Sóla.

Eftir heimsóknir í skólana lá leiðin í Heimaey þar sem vel var tekið á móti forseta og bæjarstjóra. Forsetinn fékk kynningu á starfseminni og var hann svo leystur út með kertagjöfum, m.a. fallegu Íslandskerti.

Frá Heimaey var farið í Laxey þar sem Hallgrímur Steinsson og Óskar Jósúason kynntu starfsemina og að endingu fór forsetinn á Hraunbúðir og horfði á landsleik Íslands og Ungverjalands með heimilisfólkinu, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.