Frá Manchester á Matey
Verið tilbúin fyrir stórkostlegt matarferðalag á MATEY sjávarréttahátíðinni í Eyjum
Rosie May. Ljósmynd/aðsend

„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby og hefur starfað á nokkrum af virtustu eldhúsum, allt frá einkaklúbbum á skoska Hálendinu til Michelin-stjörnu veitingastaðarins Mana í Manchester.  Um þessar mundir er hún að gera magnaða hluti sem sous chef á Higher Ground, nútíma breskum bístró í Manchester.

Verkefni Rosie ná einnig  út fyrir eldhúsið en  hún er þátttakandi í rannsóknarverkefnum sem undirstrika skuldbindingu hennar til að skilja matinn sem við borðum frá öllum hliðum. Forvitnilegt eðli hennar og ást á matreiðslulist hefur knúið hana áfram til að bæta færni sína stöðugt.

Á Slippnum mun Rosie koma með sína einstöku blöndu af nútíma breskri matargerð og djúpa virðingu fyrir hráefninu á Matey sjávarréttahátíðinni. Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa nýstárlega nálgun hennar á matreiðslu, í hinum töfrandi Vestmannaeyjum.

Vertu með frá 5.-7. september og fáðu ógleymanlega matarupplifun sem fangar það  besta úr íslenskum sjávarréttum, framreidda af einni af rísandi stjörnum matreiðsluheimsins.

Hér má bóka borð.

Meira um Matey:

Konurnar taka yfir í Eyjum

Nýjustu fréttir

Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu
Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.