Framboðslisti VG í Suðurkjördæmi
5 Efstu Sudur Vg 2024 Vg Is
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Þormóður Logi Björnsson, Helga Tryggvadóttir og Guðmundur Ólafsson skipa efstu fimm sæti lista VG í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/vg.is

Framboðslisti VG í Suðurkjördæmi var samþykktur í gærkvöldi á kjördæmisráðsfundi VG í Suðurkjördæmi. Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í kjördæminu í komandi Alþingiskosningum.

Hólmfríður er leik- og grunnskólakennari og starfar sem leikskólastjóri í Reykjanesbæ. Hún situr í stjórn Isavia, stjórn Leigufélagsins Bríetar og Eignasjóðs Reykjanesbæjar auk þess að sitja í stjórnum FKA og RKÍ á Suðurnesjum.

Annað sæti listans skipar Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem hefur alla tíð sinnt fjölbreyttum bústörfum á blönduðu búi. Pálína er með BS gráðu í sálfræði og MA í félagssálfræði. Hún hefur unnið á leikskóla sem hópstjóri og sérkennslustjóri, sem ráðgjafi hjá Attentus og nú síðast sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen matvælaráðherra.

Í þriðja sæti er Þormóður Logi Björnsson, aðstoðarskólastjóri í Akurskóla í Reykjanesbæ. Fjórða sætið vermir Helga Tryggvadóttir, náms og starfsráðgjafi frá Vestmannaeyjum. Guðmundur Ólafsson búfræðingur á Búlandi í Rangárþingi eystra skipar svo fimmta sætið.

Listinn í heild sinni:

1. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri, Reykjanesbæ
2. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
3. Þormóður Logi Björnsson, aðstoðarskólastjóri, Reykjanesbæ
4. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjum
5. Guðmundur Ólafsson, búfræðingur, Rangárþing eystra
6. Sædís Ósk Harðardóttir, deildarstjóri, Árborg
7. Ævar Pétursson, tannsmiður, Reykjanesbæ
8. Kristín Magnúsdóttir, jafningjaráðgjafi, Reykjanesbæ
9. Þórólfur Sigurðsson, háskólanemi, Árborg
10. Þorbjörg Elísabet Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Reykjanesbæ
11. Hallbjörn Valgeir Fríðhólm Rúnarsson, þroskaþjálfi, Grímsnes- og Grafningshreppi
12. Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, kennari í fjallamennsku, Sveitarfélaginu Hornafirði
13. Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur, Árborg
14. Gunnhildur Þórðardóttir, skáld og myndlistarkona, Reykjanesbæ
15. Hörður Þórðarson, leigubílsstjóri, Vestmannaeyjum
16. Ágústa Eygló Backman, eldisstjóri, Árborg
17. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði, Reykjanesbæ
18. Steinarr Bjarni Guðmundsson, bílstjóri, Sveitarfélaginu Hornafirði
19. Kjartan Ágústsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
20. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, Árborg

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.