Framsóknarflokkurinn mun bjóða fram að nýju í sveitastjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum 29. maí næstkomandi. B-listi Framsóknar og óháðra verður kynntur á félagsfundi í húsnæði Framsóknarfélags Vestmannaeyja að Kirkjuvegi í kvöld klukkan 19.30, en opinn fundur verður haldinn á sama stað klukkan 20.00. Þar með eru komin þrjú framboð fram fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan.