Myndlistin hefur verið aðalstarf Freyju frá því að hún útskrifaðist frá málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri árið 1992. Einnig lauk hún tveggja ára fjarnámi í uppeldis- og kennslufræðum, með áherslu á listir, frá Háskólanum á Akureyri árið 1996. Veturinn 2004 – 2005 stundaði hún nám í margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla. Auk þessa hefur hún sótt ýmis námskeið.
Freyja hefur verið virk í fjölbreyttum menningarverkefnum og uppákomum í gegnum tíðina. Hún hefur unnið ýmis hönnunar- og myndskreytingarverkefni ásamt því að kenna myndlist. Hún rak ásamt fleirum Gallerí Listakot í Reykjavík.
Listasalur Mosfellsbæjar er í Kjarna, �?verholti 2 og vonast Freyja til að sjá sem flesta Eyjamenn á opnunni. Salurinn er í Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningin er opin 12-19 á virkum dögum og laugardaga 12-15 og er aðgangur ókeypis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst