Annar tveggja sæstrengja sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja er mjög illa farinn og getur bilað hvenær sem er. Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri HS Veitna sendi stjórn Landsnets til að krefjast úrbóta á raforkuflutningi til Vestmannaeyja. Í lok júní komu saman í Vestmannaeyjum fulltrúar HS Veitna, HS Orku, Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélags Vestmannaeyja. Í framhaldi sendi Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, bréf til stjórnar Landsnets sem rekur flutningskerfi raforku. Í bréfinu kemur fram að HS Veitur hafi í fimm ár þrýst á nýja tengingu Vestmannaeyja við landskerfið til að koma raforkuflutningi til Eyja í viðunandi horf. Gerð er athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir slíkri framkvæmd í fimm ára áætlun Landsnets.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst