Ísfélagið í Vestmannaeyjum hélt í dag í góða jólahefð sína og afhenti bæjarbúum jólasíldina. Fjölmargir mættu í portið á Strandveginum, þar sem starfsfólk Ísfélagsins tók hlýlega á móti Eyjamönnum og afhenti þeim þessa vinsælu jólagjöf.
Hildur Zoega og hennar fólk hafa unnið af miklum metnaði og töfrað fram síld sem margir telja þá bestu sem fæst á jólum. Bæjarbúar tóku gjöfinni af mikilli gleði. Margir telja að þessi gjöf marki óformlegt upphaf jólanna í Eyjum og sýni um leið sterkan samhug samfélagsins. Ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og smellti myndum sem fylgja hér með.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst