Skuttogarinn Gandí VE 171 var í gær dreginn til hafnar í Hafnarfirði vegna vélarbilunar í aðalvél skipsins. Skipið var á grálúðuveiðum 160 mílur vestur af Hafnarfirði þegar bilunin kom upp. Gandí er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Var hann dreginn í land af Jóni Vídalín VE sem er í eigu félagsins og var að veiðum suður af Reykjanesi.