Í þessari viku er áætlun að malbika og laga götur. Af því hlýst einhver röskun á umferð og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess og virða merkingar og vinnusvæði.
Á morgun þriðjudag er áætlað að laga gatnamót á Strandvegi, við Heiðarveg, Flatir og Garðaveg og verður einhver truflun á umferð eftir Strandvegi en einnig verður malbikað á Eiði, Goðahrauni og Hamarsvegi.
Ef allt gengur eftir verður framkvæmdum lokið á föstudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst