Á næstu dögum kemur út ný barnabók, Litla lundapysjan, en höfundur sögunnar er Hilmir Högnason frá Vatnsdal. Hilmir hefur áður gefið út bók, ljóðabókina „Vatnsdals Hilmir er og verður til“, sem kom út í desember 2005 en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út barnabók. Gunnar Júlíusson teiknar myndirnar, sem gefa bókinni enn meira líf og eru þær sérlega skemmtilegar.