Gísli Matthías er Eyjamaður vikunnar
gisli_sigmars
Gísli Matthías Sigmarsson.

Sjómannadagurinn skipar stóran sess í menningarlífi eyjamanna. Metnaðarfull dagskrá var í boði alla helgina og er það Sjómannadagsráð sem fer með skipulagningu hennar. Formaður ráðsins er Gísli Matthías Sigmarsson og er hann því Eyjamaður vikunnar.

Fullt nafn: Gísli Matthías Sigmarsson.

Fjölskylda: Ég er sonur Sigmars Gísla og Ástu Kristmannsdóttur. Systir mín heitir Ágústa Dröfn og bróðir Sæþór Birgir og svo er ég trúlofaður apótekaranum Barboru.

Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei fyrir utan stutt stopp í Vélskólanum í Reykjavík.

Mottó: Ef maður gerir aldrei neitt þá gerist aldrei neitt.

Síðasta hámhorfið: Brigands The Quest For Gold.

Uppáhalds hlaðvarp: Vera Illugadóttir.

Uppáhalds kvikmynd: Dettur ekkert í hug.

Aðaláhugamál: Ég hef gaman af útivist, ferðalögum og að kafa. svo er ég alltaf eitthvað að brasa í bílskúrnum.

Hver er þinn helsti kostur: úff..

Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án:

Náðarstundar á salerninu.

Hvað óttast þú mest: Að vera valinn Eyjamaður vikunnar.

Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bob Dylan, Johnny Cash, Creedence, Sigurður Guðmunds og Memfismafían koma fyrst upp í hugann. Frábær platan, Okkar menn í Havana, með Sigurði Guðmundssyni.

Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Það er enginn að pæla í hvað þú ert að gera nema þú sjálfur.  

Hvað er velgengni fyrir þér: Ætli það sé ekki bara að vera ánægður með það sem þú ert að gera og hefur gert. Allavega ekkert veraldlegt.

Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár: Ég sé nú ekki einu sinni fyrir mér hvar ég verð á morgun.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Galapagos eyjar, Kúba og Amazon frumskógurinn, samt líður mér alltaf best úti í Suðurey.

Nú ertu nýbúinn að skipta um starf, hvernig kanntu við þig á Herjólfi: Mjög vel, það er frábær mórall þarna um borð.

Er það starf frábrugðið því sem þú sinntir áður á Breka VE: Já þetta er svolítið frábrugðið því að vera á togara en þó er margt keimlíkt.

Hvað ertu búinn að vera lengi í Sjómannadagsráði: Það eru einhver 7 ár giska ég.

Hvernig er undirbúningur búinn að ganga: Undirbúningur er búinn að ganga mjög vel, við erum ávallt með flottan hóp duglegra manna í Sjómannadagsráði og góða styrktaraðila sem koma að deginum með okkur. Það er mikil vinna lögð í sjómannadaginn ár hvert og margra vikna undirbúningur og útréttingar. En þetta er alltaf virkilega skemmtilegt.

 Hvað verður í boði um helgina: Við erum með að ég tel eina flottustu dagskrá á landinu um sjómannadagshelgina og við reynum að toppa á hverju ári.

 Á fimmtudaginn er sjómannameistarinn í pílu og sjómannabjórinn kynntur við hátíðlega athöfn á Brothers Brewery.

Á föstudaginn er sjómannagolfmót Ísfélagsins og Ný Dönsk upp í höll.

Á laugardaginn gerum við góðan dag fyrir krakkana. Þar er Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns, svo er fjör á Vigtartorgi, Hoppukastalar, koddaslagur, kappróður, blaðrarinn mætir, ÍBV gefur poppkorn og Kjörís gefur ís. Svo verður Bylgjuhraðlestin með okkur í ár ásamt matarvögnum.

Á sunnudaginn fögnum við svo saman á Stakkagerðistúni eftir sjómannamessu. Þar heiðrum við sjómenn og minnumst þeirra sem hafa fallið frá, lúðrasveit og karlakórinn taka nokkur lög. Það er kaffi á vegum Eykyndils í Akóges ásamt flottri afþreyingu fyrir börnin á Stakkó.

Eitthvað að lokum: Fjölmennum á dagskránna um helgina og tökum þátt. Sjómannadagurinn hefur mikla þýðingu í menningu og samfélagi Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.