Loðnuveiðar í nótt gengu vel en talsverður fjöldi skipa var á miðunum. Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni Ve eru á leið í land með um 450 tonn af stórri loðnu. Jón Eyfjörð, skipstjóri segir ekki tímabært að stöðva loðnuveiðar núna enda hafi veiðar gengið ágætlega í nótt.