Ágætu Vestmannaeyingar
“Gleymum ekki geðsjúkum” eru einkunnarorð K-dagsins í ár en geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða.
Dagana 2. – 4. maí n.k. munu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafell selja K-Lykilinn en allur ágóði af sölunni rennur til Bugls – Barna og
unglingageðdeildar Landsspítalans, og Pieta sem eru nýstofnuð samtök sem vinna að forvörnum fyrir fólk með sjálfskaða og sjálfsvígs hugsanir. Bæði þessi verkefni þjónusta allt landið. Munu Kiwanisfélagar standa vaktina í nokkrum búðum bæjarins, einnig verður K-lykillinn til sölu hjá Bigga í
Tvistinum dagana 1. – 10. maí. Húsasmiðjuna sér svo um að skera lykilinn frítt.
Með von um góðar viðtökur.
F.h. K-dagsnefndar Kiwanisklúbbsins Helgafells,
Kári Hrafn Hrafnkelsson