Íslandsmót golfklúbba 2020 í 1. deild karla – og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí 2020. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla.
Eins og undanfarin ár átti Golfklúbbur Vestmannaeyja sveit í báðum flokkum, að þessu sinni spiluðu báðar sveitir í efstu deild. Kvennasveitin endaði mótið í 7. sæti. Karlasveitin fagnaði sínum næst besta árangri frá upphafi, en hún endaði í 6. sæti.
Lokastaðan í 1. deild karla:
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
2. Golfklúbburinn Keilir (GK)
3. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
5. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV)
7. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
8. Golfklúbburinn Leynir (GL)
Lokastaðan í 1. deild kvenna:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
2. Golfklúbburinn Keilir (GK)
3. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
5. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
6. Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS)
7. Golfklúbbur Vestmanneyja (GV)
8. Golfklúbburinn Oddur (GO)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst