Undirbúningur Goslokahátíðar næsta árs er byrjaður. Goslokanefndin hefur hafið störf og nú þegar liggja fyrir fyrstu drög að dagskrá og skipulagi.
Goslokanefnd í ár skipa: Drífa Þöll Arnardóttir, Tinna Tómasdóttir, Sigurhanna Friðþjófsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir. Nefndin starfar náið með Angantý Einarssyni framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhanni Jónssyni rekstrarstjóra Þjónustumiðstöðvar.
Sem fyrr er unnið að fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá, enda hátíðin búin að festa sig í sessi og laðar að fólk á öllum aldri, sem kemur víða að. Nefndin vill hér með undirstrika að hún er opin fyrir öllum góðum hugmyndum um dagskrárliði. Þeir sem þær hafa eru beðnir um að hafa sambandi í gegnum: postur@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882000
Stefnd er að því að kynna fyrstu dagskrárliði fljótlega á nýju ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst