Safnahelgin í Vestmannaeyjum hófst í gær og heldur áfram í dag. Þó er veðrið og samgöngurnar að setja mark sitt á dagskrá dagsins. Vegna veðurs er því miður búið að aflýsa tónleikunum í Eldheimum. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Föstudagur 31. október
18:00-20:00 Bókasafn: Grikk eða gott.
Í tilefni af Hrekkjavöku verður Bókasafnið opið til kl 20:00 og boðið upp á Grikk eða gott. Bókasafnið er skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar og tilvalið að koma og skoða herlegheitin.
Aðrir viðburðir og opnunartímar:
Hvíta húsið við Strandveg.: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús og opnar vinnustofur föstudag – sunnudags 13:00-16:00.
Eldheimar: Opið daglega kl. 13 :30– 16 :30.
Bókasafnið: Opið fimmtudag kl. 10-17, föstudag kl. 10-20 og laugardag kl. 12-15.
Einarsstofa: Opið daglega kl. 10-17.
Fágætissalur Safnahúss: Opið fimmtudag og föstudag kl. 13-17. Verið velkomin á varanlega sýningu á málverkum Jóhannesar S. Kjarvals og Júlíönu Sveinsdóttur. Margar af fágætustu bókum landsins eru einnig til sýnis á þessum einstaka stað.
Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.