 
											Safnahelgin í Vestmannaeyjum hófst í gær og heldur áfram í dag. Þó er veðrið og samgöngurnar að setja mark sitt á dagskrá dagsins. Vegna veðurs er því miður búið að aflýsa tónleikunum í Eldheimum. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Föstudagur 31. október
18:00-20:00 Bókasafn: Grikk eða gott.
Í tilefni af Hrekkjavöku verður Bókasafnið opið til kl 20:00 og boðið upp á Grikk eða gott. Bókasafnið er skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar og tilvalið að koma og skoða herlegheitin.
Aðrir viðburðir og opnunartímar:
Hvíta húsið við Strandveg.: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús og opnar vinnustofur föstudag – sunnudags 13:00-16:00.
Eldheimar: Opið daglega kl. 13 :30– 16 :30.
Bókasafnið: Opið fimmtudag kl. 10-17, föstudag kl. 10-20 og laugardag kl. 12-15.
Einarsstofa: Opið daglega kl. 10-17.
Fágætissalur Safnahúss: Opið fimmtudag og föstudag kl. 13-17. Verið velkomin á varanlega sýningu á málverkum Jóhannesar S. Kjarvals og Júlíönu Sveinsdóttur. Margar af fágætustu bókum landsins eru einnig til sýnis á þessum einstaka stað.
Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst