Grútarmengun kom upp í Vestmannaeyjahöfná miðvikudagsmorgun vegna yfirfulls báts sem flæddi úr. Aðgerðir við að hreinsa mengunina tóku um einn og hálfan tíma og er enga mengun þar að finna lengur, að sögn forstöðumanns hafnarinnar.
„Það varð þarna óhapp, yfirfylltist hjá þeim báturinn. Þetta var að megninu til sápa en þetta var líka fiskilýsi,“ segir Sveinn R. Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar, í samtali við 200 mílur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst