Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Miðhálendinu.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin glildi á morgun, 25 okt. kl. 06:00 – 10:00. Í viðvörunarorðuym segir: Suðaustan 13-20 m/s, hvassast vestantil, t.d. í Grindavík, með vindvhiðum að 30 m/s þar. ATH. Lílkur á snjókomua eða slyddu á Hellisheiði og versnandi færð þar.
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er farþegum góðfúslega bent á að gert er ráð fyrir hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn þegar líða tekur á föstudagsmorgun sem og allan laugardag. Útlit fyrir siglingar til Landeyjahafnar eru því ekki hagstæðar. Ef sigla þarf til Þorlákshafnar verður það gefið út um leið og það liggur fyrir. Þeir farþegar sem ætla sér að ferðast með okkur þessa daga eru hvattir til þess að fylgjast vel með miðlum okkar ef gera þarf breytingu á áætlun. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Vestan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en víða bjartviðri fyrir austan. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari og snjóél á norðanverðu landinu seinnipartinn, en rofar til syðra og kólnar.
Á sunnudag:
Norðvestan 8-15 m/s og él við norðusturströndina, en annars yfirleitt hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.
Á mánudag:
Ákveðin suðlæg og suðvestlæg átt, rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en vestlægari um kvöldið og skúrir eða él og kólnar.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestlæg átt með skúrum eða slydduéljum, en bjart með köflum eystra. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 24.10.2024 07:48. Gildir til: 31.10.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst