Guðmundur Ásgeir Grétarsson lét sig ekki vanta á Þjóðhátíðina í ár og skemmti sér vel þó veðrið hefði mátt vera betra. „Mér fannst FM-Blö mjög flottir,“ segir hann þegar hann var spurður um hvað stóð upp úr á hátíðinni. „Þeir voru bara bestir.“
Annars var hann ánægður með hátíðina í heild og lét ekki rigningu og rok slá sig út af laginu enda sannur þjóðhátíðarkall. Að venju sóttust stjörnurnar eftir að fá myndir af sér með Gumma og hér er hann með hetjunum í FM-Blö, Audda, Steinda jr. og Gillz.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst