Markvörðurinn Gunnar Sigurðsson er genginn í raðir FH og hefur gert samning við félagið út þetta ár. Þetta staðfesti Lúðvík Arnarsson varaformaður knattspyrnudeildar FH í samtali við Fótbolta.net í kvöld. Gunnar sem er 33 ára gamall hefur mikla reynslu úr fótboltanum. Hann hefur áður leikið með ÍBV, KFS, Brage í Svíþjóð og Fram þar sem hann lék síðast í Landsbankadeildinni árið 2005.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst