Ha! Nei!, getur ekki verið!
lotto
Mynd/samsett

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði unnið. Það eina sem hann gat sagt var: „Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.

Lottópotturinn síðastliðinn laugardag var fjórfaldur og í honum voru rúmar 54 milljónir króna. Rúmlega 7.000 manns fengu vinning í útdrættinum, en fimmtugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu var þó heppnastur allra, þar sem hann var sá eini sem hafði allar fimm tölurnar réttar og hlaut því fyrsta vinning óskiptan – 54,5 milljónir króna, skattfrjálst. Miðann góða keypti hann á vefnum lotto.is og valdi tölurnar sjálfur.

„Ég er bara ekki enn að trúa þessu. Að geta séð fram á að eignast íbúðina mína og leyft mér að kaupa nýjan bíl er eitthvað sem ég átti ekki von á að geta gert – svona bara allt í einu. Ég er enn orðlaus, en um leið ótrúlega þakklátur.“

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó, segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.