Hægt á veiðum
20221101 121630
Bergur VE og Vestmannaey VE við bryggju í Eyjum.

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudag. Veiðiferðin var stutt hjá báðum, vel aflaðist en veður var hins vegar ekki hagstætt. Afli beggja skipa var blandaður en mest var af þorski. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veiðiferðin hafi einkennst af flótta undan veðri. „Við byrjuðum á Pétursey en síðan var flúið í Meðallandsbugtina. Þá lá leiðin á Ingólfshöfða og þaðan aftur í bugtina. Lokaholið var síðan tekið á Víkinni. Það er ekki algengt að það séu 35 metrar í maí en það upplifðum við í þessum túr. Þetta var sannkallaður brælutúr,“ sagði Ragnar í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, tekur undir með Ragnari. „Það var ekkert sumarveður í þessum túr heldur leiðindabræla. Það fiskaðist hins vegar vel og túrinn tók einungis tvo og hálfan sólarhring. Við veiddum í Meðallandsbugtinni og á Höfðanum. Segja má að aflinn sé góð blanda; þorskur, ýsa, steinbítur, langa og ufsi,“ segir Birgir Þór.

Bergur og Vestmannaey munu ekki halda til veiða á ný fyrr en eftir sjómannadag eða næstkomandi mánudag. Það hefur verið hægt á veiðum skipanna að undanförnu, kvótinn sparaður svo unnt sé að fiska í sumar. Gert er ráð fyrir að hlé verði á veiðum Bergs um mánaðartíma í júní og júlí og í kjölfarið muni Vestmannaey fara í mánaðarstopp.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.