Herjólfur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu vegna hækkandi ölduspár fyrir kvöldið. Baldur siglir enn á milli lands og eyja í fjarveru Herjólfs, en áætlað er að Herjólfur verði kominn í lok vikunnar. Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan.
Farþegar athugið – Vegna siglinga í kvöld og næstu daga
Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sét að ferðast með okkur í kvöld að spá gefur til kynna hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn þegar líða tekur á kvöldið. Að því sögðu hvetjum við farþega til þess að ferðast fyrr en seinna hafi þeir tök á.
Einnig langar okkur að benda farþegum á að spáin næstu daga er ekki hagstæð til siglinga í Landeyjahöfn.
Tilkynning verður gefin út fyrir kl 06:00 í fyrramálið með siglingar morgundagsins. Farþegar sem eiga bókað á eftirfarandi tímasetningum færast sjálfkrafa milli hafna, 07:00, 10:00, 16:00, 19:00.